Byggðalínan

Byggðalínan

Orsök margra truflana í flutningskerfinu hér á landi má rekja til þess hversu takmörkuð flutningsgeta byggðalínunnar er orðin, enda liðið á fjórða áratug frá því að lokið var við lagningu þessarar 132 kV hringtengingar frá Brennimel í Hvalfirði, norður og austur um land og suður í Sigöldu. Teknar hafa verið saman upplýsingar um fjölda atvika síðustu 10 árin sem orsakast af takmörkunum byggðalínuhringsins. Truflanir á Vesturlínu, frá Hrútatungu að Mjólká, eru ekki með í þessum tölum, enda fylgja Vesturlínu ekki vandamál tengd aflsveiflum og stöðugleika milli landshluta.

Á mynd 1 kemur fram hlutur allra bilana sem rekja má til veikrar byggðalínu í heildarfjölda bilana og heildarorkuskerðingu.Mynd 1 Hlutfall bilana sem orsakast af veikri byggðalínu sem hlutfall af heildarfjölda bilana og orkuskerðing vegna þeirra sem hlutfall af heildarorkuskerðingu.