Fyrirvaralausar rekstartruflanir og bilanir

Yfirlit

Fyrirvaralaus rekstrartruflun er óvænt truflun sem getur valdið sjálfvirku eða handvirku rofi í flutningskerfinu, eða ef um misheppnaða innsetningu er að ræða í kjölfar bilunar. Í sömu rekstrartruflun getur verið um fleiri en eina bilun að ræða. Fjöldi bilana verður þ.a.l. ávallt jafn eða meiri en fjöldi rekstrartruflana. Við skráningu rekstrartruflana er hver bilun flokkuð eftir tegund, einingu sem olli bilun og orsök. Fjöldi fyrirvaralausa rekstrartruflana hefur ekki verið lægri í 5 ár, eða samtals 56 og bilanir þeim tengdar voru 74 . Meðalfjöldi truflana sl. 10 ár, miðað við sömu stærð flutningskerfis, var 62 og meðalfjöldi bilana 75. Mynd 1 sýnir fjölda fyrirvaralausra rekstrartruflana í flutningskerfinu síðustu 10 árin. Sýnd er skipting truflana eftir staðsetningu, þ.e. í tengivirkjum, á línum/strengjum eða hvort um kerfisbilun er að ræða. Mynd 2 sýnir skiptingu rekstrartruflana eftir orsökum þeirra.

Kerfisbilun er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Ástand sem lýsir sér í að ein kerfisbreyta, eða fleiri, hafi farið út fyrir eðlileg mörk án þess að til hafi komið bilun í einstakri einingu. Ef t.d. spennusveiflur, eða frávik í tíðni, valda því að einingar fara úr rekstri, eða að notendur detta út af þeim sökum, er um kerfisbilun að ræða. Óvalvísar útleysingar hjá viðskiptavinum af þessum sökum teljast þó ekki til kerfisbilana.


Fyrirvaralausar rekstrartruflanir

 

Mynd 1 Fjöldi fyrirvaralausra rekstrartruflana sl. 10 ár.


Mynd 2 Fjöldi fyrirvarlausra rekstrartruflana sl. 10 ár, skipting eftir orsökum.

Fjöldi fyrirvaralausra bilana

Fyrirvaralausar bilanir árið 2018 voru 74 en voru 89 árið áður. Eftirfarandi myndir sýna fjölda fyrirvaralausra bilana síðustu 10 árin og er samanburður sýndur miðað við mismunandi flokkun.


Mynd 3 Fjöldi fyrirvaralausra bilana í flutningskerfinu sl. 10 ár.


Mynd 4 Fjöldi fyrirvaralausra bilana í flutningskerfinu eftir mánuðum, meðalfjöldi sl. 10 ára.


Mynd 5 Fjöldi fyrirvaralausra bilana í flutningskerfinu sl. 10 ár, eftir spennu.


Mynd 6 Flokkun bilana sl. 10 ár, eftir tímalengd þeirra.


Mynd 7 Fjöldi fyrirvaralausra bilana í flutningskerfinu, eftir mánuðum 2018.


Mynd 8 Fjöldi fyrirvaralausra bilana í flutningskerfinu sl. 10 ár, skipting eftir orsökum.


Mynd 9 Fjöldi bilana, skipting eftir einingum.