Yfirlit
Landsnet hefur skilgreint 5 lykilmælikvarða sem hver og einn tengist loforðum fyrirtækisins til hagsmunaaðila, s.s. viðskiptavina, eigenda, samfélags og starfsfólks. Þessir mælikvarðar eru:
Mælikvarði | Loforð |
---|---|
Traust | Í sátt við samfélag og umhverfi |
Mínútur í straumleysi | Öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar |
Ávöxtunarkrafa eigin fjár | Góð nýting fjármuna – skilvirkur rekstur |
Starfsánægja | Góður vinnustaður |
Slysatíðni (H-gildi) | Góður vinnustaður |
Frammistöðuskýrslan fjallar um loforðið „öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar“. Hún er samantekt upplýsinga úr flutningskerfinu fyrir árið 2018, sem notaðar eru til að meta frammistöðu fyrirtækisins hvað varðar gæði rafmagns og afhendingaröryggi. Skýrslan tekur mið af skyldum Landsnets samkvæmt reglugerð nr. 1048/2004, um gæði raforku og afhendingaröryggi, sem og innri markmiðum fyrirtækisins og sýnir tölfræði ársins 2018, samanborið við tölfræði síðastliðinna 10 ára þar á undan.
Tölfræði og truflanir
Markmið varðandi afhendingaröryggi | 2018 | Markmið |
---|---|---|
Stuðull um áreiðanleika flutningskerfisins (AS) | 99,999% | Yfir 99,9905% |
Stuðull um meðallengd skerðingar, straumleysismínútur (SMS) | 2 | Undir 50 |
Stuðull um rofið álag (SRA) | 0,09 | Undir 0,85 |
Kerfismínútur (KM) | 0 | Engin truflun lengri en 10 kerfismínútur |
Tíðnigæði | 99,78% | 99,50% |
Lykiltölur sýna markmið Landsnets um afhendingaröryggi og rauntölur árið 2018. Öll okkar markmið um afhendingaröryggi náðust árið 2018 og má þar helst þakka hagstæðum veðurfarsskilyrðum og fyrirbyggjandi viðhaldi þann árangur.
Tölulegar upplýsingar
Tölulegar upplýsingar úr rekstri - allt landið
Heildarinnmötun í flutningskerfið
19.065 GWst
Hæsti afltoppur innmötunar (klukkustundargildi)
2.410 MW
Heildarúttekt úr flutningskerfi
18.667 GWst
Þarf af úttekt skerðanlegra notenda 561 GWst
Hæsti afltoppur úttektar (klukkustundargildi)
2.362 MW
29.11.2018 kl. 11:00
Flutningstöp
398 GWst
Fjöldi fyrirvaralausra rekstrartruflana
56
Fjöldi fyrirvaralausra bilana
74
Fjöldi fyrirvaralausra truflana sem valda skerðingu
18
Samtals orkuskerðing til forgangsnotenda vegna fyrirvaralausra truflana
71 MWst
Vinnsla varastöðva vegna fyrirvaralausra truflana
404 MWst
Samtals orkuskerðing til notenda á skerðanlegum flutningi vegna fyrirvaralausra truflana
882 MWst
Samantekt eftir landshlutum
Truflanir, skerðingar og raforkunotkun eftir landshlutum ásamt stórnotendum
Helstu rekstrartruflanir
Fyrirvaralausar rekstrartruflanir í flutningskerfinu voru alls 56 talsins en bilanir sem tengdust rekstrartruflunum voru 74 , sem þýðir að fleiri en ein bilun kom fram í nokkrum tilvikum. Skerðingar vegna fyrirvaralausra truflana í flutningskerfinu til forgangsnotenda námu samtals 70,6 MWst. Það samsvarar 2 straumleysismínútum eða 99,999% áreiðanleika afhendingar á raforku. Skilgreiningar Landsnets á alvarleikaflokkun rekstrartruflana í raforkukerfinu byggjast að hluta til á lista ENTSO-E4, „Incident classification scale“, nánari skilgreiningar á alvarleikaflokkun má nálgast í viðauka 2. Flokkun truflana í kerfi Landsnets árið 2018 er sýnd á mynd 1. Litur samkvæmt alvarleikaflokkun Landsnets gefur til kynna alvarleika hvers atburðar. Á mynd 2 er sama flokkun sýnd fyrir truflanir sem eiga upptök sín í öðru kerfi.
Truflanirnar eru flokkaðar eftir því hvort uppruni þeirra er í kerfi Landsnets (EF) eða í kerfum annarra (AE) sem hafa áhrif á kerfið hjá Landsneti. Þar getur verið um að ræða truflanir í kerfum orkuframleiðenda, orkunotenda, og dreifiveitna.
Mynd 1 Fjöldi truflana í kerfi Landsnets árið 2018 eftir alvarleikastigi.
Mynd 2 Fjöldi truflana sem eiga upptök sín í öðru kerfi árið 2018 eftir alvarleikastigi:
Helstu truflanirnar sem ollu skerðingu á afhendingu rafmagns til viðskiptavina eru taldar fram hér fyrir neðan.
Alvarleika-stig | Dags. | Lýsing | Skerðing (forgangur) [MWst.] | Skerðing (ótrygg orka) [MWst] | KM | Truflun stafar af |
---|---|---|---|---|---|---|
20.feb | Fitjalína 1 leysti út vegna bilunar í eldingarvara og orsakaði straumleysi á Suðurnesjum. Skerðing forgangsorku stóð í rúmar 2 klst. | 19,692 | 0 | 0,49 | EF | |
20.feb | Stæða á Vatnshamralínu 2 (línan á milli Vatnshamra og Akraness) brotnaði og leiðarinn lagðist á jörðina. Röng stilling varnarliða orsakaði straumleysi á Vesturlandi frá Vatnshömrum. Skerðing forgangsorku stóð í um 7 - 12 mín eftir staðsetningu. | 2,75 | 0,491 | 0,07 | EF | |
20.feb | Einangrunarkeðja á Mjólkárlínu 1 (línunnar á milli Mjólkár og Geiradals) orsakaði straumleysi á öllum Vestfjörðum. Varaaflstöð Landsnets í Bolungarvík var ræst. Skerðing forgangsorku stóð í um 3 - 37 mínútur eftir staðsetningu. | 2,18 | 208,579 | 0,05 | EF | |
27.mar | Brotin þverslá á Tálknafjarðarlínu 1 (línunni á milli Mjólkár og Keldeyrar) varð þess valdandi að straumlaust varð á Vestfjörðum. Í ljós kom að rangar tengingar á liðavörnum í Mjólká urðu þess valdandi að Geiradalslína 1 (línan á milli Geiradals og Glerárskóga) leysti einnig út. Varaaflstöð Landsnets í Bolungarvík var ræst. Skerðing forgangsorku stóð í um 3 - 83 mín eftir staðsetningu. | 7,378 | 295,597 | 0,18 | EF | |
9.maí | Mistök við stillingu varnabúnaðar í tengslum við framkvæmdir urðu þess valdandi að aflspennar á Bakka leystu út og straumleysi varð hjá kísilverksmiðu PCC. Skerðing forgangsorku stóð í um 17 mín. | 4,25 | 0 | 0,11 | EF | |
9.júl | Mistök við stillingu varnarbúnaðar í tengslum við framkvæmdir urðu þess valdandi að aflspennar á Bakka leystu út og straumleysi varð hjá kísilverksmiðu PCC. Skerðing forgangsorku stóð í um 37 mín. | 17,267 | 0 | 0,43 | EF | |
6.nóv | Straumlaust varð út frá Selfossi sökum ákeyrslu á Selfosslínu 1 (línuna milli Selfoss og Ljósafoss). Vörubíll keyrði með pallinn uppi, við golfvöllinn á Selfossi, beint í leiðara línunnar. Engin slys urðu á fólki. Skerðing forgangsorku stóð í um 23 mín. | 4,621 | 1,357 | 0,11 | EF | |
14.feb | Brotinn bolti í einangrara á Sultartangalínu 3 leysti línuna út. Norðurál varð fyrir skerðingu vegna útleysingarinnar. Skerðing á forgangsorku stóð í um 3 mín. | 2,85 | 0 | 0,07 | EF | |
17.feb | Fyrirvaralaus útleysing varð hjá Norðuráli á meðan viðhaldsaðgerð stóð yfir á SU3. Snjallnet og varnarstillingar Landsnetnets og Norðuráls unnu ekki rétt saman við þessar aðstæður. Veik byggðarlína leiddi svo til víðtækra truflana um land allt og eyjarekstrar flutningskerfis. Vélar á Þeistareykjum leystu út. Skerðingar urðu hjá Elkem Íslandi, ALCOA Fjarðarái og notendum Rarik á Austurlandi. Skerðing forgangsorku stóð í um 5-33 mín eftir staðsetningu. | 424,625 | 1,117 | 10,58 | AE |